Profile
Blog
Photos
Videos
Nú erum við búin að vera hér í Buenos Aires í rúmar tvær vikur. Þetta er búinn að vera yndislegur tími þar sem við erum búin að læra heilmikla spænsku og skoða borgina vel og vandlega. Frá því að við skrifuðum síðasta blog fengum við hjónin smá kvef og vorum heima í nokkra daga en það var bara kósí og við nýttum þann tíma til að slappa vel af.
Erum búin að vera dugleg að prófa ýmsa skemmtilega veitngastaði; mexíkanska, ítalska, austurlenska og fleira. Íbúar Buenos Aires eru duglegir að mótmæla hinu ýmsu óréttlæti og við verðum daglega vör við mótmæli í skólanum okkar í miðbænum. Einn daginn þegar við vorum á leið í skólann tókum við eftir því að það var nánast ekkert fólk á götunum og flestar búðir voru lokaðar. Okkur leið allt í einu eins við værum "Palli var einn í heiminum" en komust síðan að því að þennan dag voru verkföll út um allt.
Þegar við vorum orðin eldhress ákváðum við að skoða eitt frægasta hverfi Buenos Aires sem heitir Recoleta. Helsta kennileiti bæjarins er Recoleta kirkjugarðurinn sem er mjög sérstakur vegna þess að þar er fólk ekki grafið í jörðina heldur eru byggð glæsileg grafhýsi úr granít og marmara og þar er ríka og fræga fólkið í Buenos Aires lagt til hvílu. Það var mjög sérstakt að fara þangað og við sáum meðal annars gröfina hennar Evitu Perón. Síðan skoðuðum við blóma-skúlptúr sem opnast og lokast eftir stöðu sólar. Einnig skoðuðum við flottustu bókabúð í heimi sem er til húsa í gömlu leikhúsi.
Á morgun förum við svo í 3 daga ferð til Úrugvæ, nánar tiltekið til borgar sem heitir Colonia del Sacramento, gömul borg við strendur Úrugvæ og það tekur aðeins um klst. með bát að komast þaðan frá Buenos Aires.
Þangað til næst,
Hildur og Elías
- comments


