Profile
Blog
Photos
Videos
Hildur og Elias
Núna erum við búin að vera hér í Buenos Aires í nokkra daga og erum byrjuð á fullu í spænskuskólanum. Erum þar hálfan daginn og nýtum restina af deginum til þess að skoða borgina, borða góðan mat og hvíla okkur. Hér er sumarið að byrja og við göngum um stræti borgarinnar á stuttermabol og í stuttbuxum.
Við erum smám saman að læra á borgina, hvernig skal nota samgöngur, hvernig maður biður um 2 appelsínur í ávaxtabúðinni (á spænsku) og hvernig við eigum að reikna argentíska pesóa yfir í íslenskar krónur. Í myndaalbúminu má sjá nokkrar vel valdar myndir frá BA, meðal annars bleika forsetahöllina í miðborg BA þar sem meðal annars Evita Perón stóð á svölum og hvatti áfram þjóðina á sínum tíma.
Þangað til næst,
Hildur og Elías.
- comments



Halla Jónsdóttir Gaman að heyra. Sæt af ykkur lærdómsmyndin. Hafið það sem allara best, þetta hljómar vel og myndiranr flottar. Hálföfunda ykkur - það er nú ekki fallegt. Allt gott héðan, fékk vélina í gær, púff en við sjáum hvað setur. Knús ma Halla
Magga Haldið áfram að skemmta ykkur vel! Þetta lítur vægast sagt dásamlega út af myndunum að dæma :)