Profile
Blog
Photos
Videos
Hildur og Elias
Eftir að hafa dvalið í nokkra daga í New York var orðið tímabært að halda áfram ferðinni. Frá JFK flugum við til Lima í Perú en aðeins til að skipta um flug. Þaðan héldum við áfram til Buenos Aires en þar lentum við um kl. 07:30 á sunnudagsmorgni að staðartíma.
Úrvinda eftir nánast sólarhrings ferðalag fórum við upp í leigubíl sem myndi keyra okkur á leiðarenda. Um leið og bílferðin hófst var eins og öll þreyta væri úr sögunni þegar við keyrðum um höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. 20°C hiti og heit gola, flóra sem við höfum nánast aldrei séð áður og ómur af tangó-tónlist.
Á morgun byrjum við í spænsku náminu okkar sem er alveg nauðsynlegt því enskukunnátta íbúanna er ekki upp á marga fiska.
Þangað til næst,
Hildur og Elías
- comments



inga jonsdottirm Ég er svo hrikalega spennt..... Meira meira Bestu kveður ainga frænka