Profile
Blog
Photos
Videos
Núna er fyrst vikan okkar í Buenos Aires á enda. Við erum búin að innbyrða mikla þekkingu í spænsku skólanum og erum bara orðin nokkuð sleip í spænskunni. Elías er búin að standa sig eins og hetja í skólanum en Hildur kunni smá spænsku frá því í MR. Á morgnanna á leiðinni í skólann er vægast sagt mjög troðið í neðanjarðarlestunum eða subte eins og heimamenn kalla þær. En við tökum bara þátt í gleðinni og troðum okkur líka.
Við höfum verið mjög heppin með veður, höfum ekki séð einn regndropa og hitinn er yfirleitt um 25 gráður þegar heitast er. Þá höfum við skoðað nokkra mismunandi hluta Buenos Aires, t.d. fórum við elsta hverfið í borginni í vikunni sem heitir San Telmo. Þangað fórum við með leiðsögumanni úr skólanum og kynntumst betur sögu Buenos Aires, sáum minnsta húsið í Argentínu og sáum áhrif nýlendutímans á byggingarlist í Buenos Aires.
Annan dag gengum við í hverfi sem heitir Palermo Viejo þar sem sjá mátti afrasktur þekkta hönnuða frá Buenos Aires. Inn á milli tökum við því bara rólega og njótum þess að slappa af í íbúðinni okkar eða við sundlaugarbakkann.
Íbúar Buenos Aires eru miklir sælkærar og hér eru bakarí og ísbúðir á hverju horni. Hjónin eru að sjálfsögðu ánægð með það, sérstaklega með ísinn en þessi menning kom með ítölskum innflytjendum. Týpískt Argentínskt sætabrauð er "el alfajor" sem eru þrefaldar kexkökur með súkkulaði, súkkulaðimús og karamellu. Nammmm...
Í næstu viku höldum við áfram í spænsku náminu okkar og ætlum að skoða fleiri hverfi hér í Buenos Aires, t.d. Recoleta (þar sem Evita Perón er grafin) og La Boca hverfið þar sem stærsti fótboltaleikfangurinn í Buenos Aires er staðsettur. Einnig ætlum við að taka nokkra kennslustundir í tangó á næstu vikum.
Við höldum áfram að setja inn myndir og segja frá ævintrýrum :)
Hildur og Elías
- comments



Guðlaug En skemmtilegt ævintýri! Vonandi gengur allt áframhaldandi vel :)
Ingunn Bjarnadóttir Solberg Gaman að fylgjast með ykkur, njótið þess í botn, þið eigið þetta skilið! Takk kærlega fyrir pakkann sem kom í gær! Kossar og knús :)
Halla Jónsdóttir Hæ elskurnar mínar. Hvernig gengur? Vona að þið njótið í botn. Héðan er allt gott að frétta, það er kallt og snjórinn kom þegar HIldur var búin í Vatnaskógi. Knús og bestu kveðjur. Adios amigos