Profile
Blog
Photos
Videos
Eftir 11 daga í Tælandi er aldeilis kominn tími á að skrifa aðeins um hvað á daga okkar hefur drifið, en bloggleysi skrifast einungis á leti já og í rauninni tímaskort þar sem að við tímum hreinlega ekki að hanga á netinu þó að við hendum reglulega inn myndum á facebook, en síður en svo skort á efnivið.
Ferðin hófst á þriggja daga dvöl í Bangkok, en Bangkok er stórmerkilegur suðupottur af öllu sem fyrirfinnst í heiminum, mengunin, fólksfjöldinn og lamandi hitinn er ekki beint aðlaðandi en engu að síður elskuðum við borgina.
Í Bangkok er allt að gerast , alls staðar, þar er skorið,steikt og hrært í pottum á hverju götuhorni, tukktukk vagnar á fleygiferð um helstu götur borgarinnar og markaðir sem selja allt sem hugurinn girnist eða ógirnist ef út í það er farið í sérhverri hliðargötu.
Umferðin í Bangkok er okkur einning mjög hugleikin en grænn karl þýðir ekkert endilega að það sé óhætt að labba yfir götuna og sömuleiðis þýðir rauður ekki að það sé bannað nú og svo ef sá gállinn er á vespufólkinu þá að það til að bregða sér upp á gangstétt og ég er enn að þakka Buddha fyrir að ristin á mér sé enn í heilu lagi eftir að um tommu mátti muna að einn töffarinn með píu aftan á keyrði yfir hana.
Við vorum svo heppin með það að aðal túristadaginn okkar í Bangkok var frítt inn á helstu ferðamannastaði Bangkok og tuktukk kostaði litlar 20 krónur í þrjá klukkutíma, en okkur skildist að ástæðan fyrir þessu væri í fyrsta lagi fyrsti dagurinn í einhver konar buddhahátíð og svo einnig sú að ríkisstjórnin er að vinna í að fá fleiri ferðamenn til Thailands þannig að tukktukk krúttið okkar rúntaði með okkur um gjörvalla Bangkok og sáum við meðal annars Wat arun, Lucky Buddha og GiantBuddha svo eitthvað sé nefnt.
Svo var komið að því að tukktukk dúllinn okkar skutlaði okkur í jakkafataverslun en þar ætluðum við alls ekki að kaupa neitt, hálftíma seinna löbbuðum við þaðan út með móral og kvittun upp á upphæð sem verður ekki gefin upp hér og boð um að mæta í mátun um hálf 5 leytið daginn eftir. En á þessum hálftíma gekk eitt og annað á og náði ég verðinu niður um helming og við fengum fría heimsendingu og það var eins og ég væri búin að drepa bæði mömmu og pabba sölumannsins þegar Davíð renndi visa kortinu fyrir þessari x upphæð.
Þegar þarna var við sögu komið var hungrið farið að segja til sín og skildi tukkukkdúllinn við okkur niður við á, ég vil reyndar koma því að, að ég vildi snæða í kínahverfinu en Davíð var snöggur að biðja dúllann um að vinsamlegast koma okkur þaðan burt eftir að okkur birtust skilti sem auglýstu ýmiskonar góðgæti eins og t.d hákarlauggasúpu, en þess má geta að Davíð er rígmontinn af því hvað honum þyki hákarl vera góður og reynir að troða litlum hlandlyktandi slepjulegum bitum upp í mig hvenar sem færi gefst en neitar svo að snæða þetta í súpuformi, vægast sagt undarlegt!
Niður við á plöntuðum við okkur á veitingastað þar sem að einhver sá al mesti snillingur á þessari jarðkringlu þjónaði okur til borðs, hún byrjaði á því að henda rusli og matarafgöngum út í á, því næst sló hún Davíð í handlegginn fyrir að setja veskið mitt á gólfið af því að það kæmi svo vond lykt af veskinu, svo ætlaði Davíð að panta sér einhvern rétt af matseðlinum en það hentaði ekki, hún sagði að pad thai vær gott og pantaði það fyrir okkur, eftir matinn kom hún og tók af borðinu okkar, allt nema kókflöslu með botnfylli í sem hún henti í Davíð en hann skildi sko klára kókið!!! Þess á milli stòð hún með blómasvuntuna sína í fjólubláum vaðstígvélum og taldi peninga skellihlæjandi, við kvöddum þennan mikla meistara með söknuði.
Daginn eftir var stefnan tekin á Dusit zoo til þess að drepa tíma fram að jakkafatamátun en Davíð tók að sér að gæda þann daginn og sagði að dýragarðurinn væri vel í göngufæri við gistiheimilið okkar og að það væri nú alveg óþarfi að vera að taka tukktukk. Eftiir rúmlega klukkutíma labb í 300 gráðu hita komum við svo loksins í þennan blessaða dýragarð en Davíð ákvað að splæsa nú í taxa fyrir stelpuna niður eftir og í þeim bíl var bannað að pruma, vera með framandi dýr og káfa á bjóstum svo eitthvað sé nefnt en mér liggur forvitni á að vita hvað hafi eiginlega gengið á í þessum leigubíl sem varð þess valdandi að leigubílstjórinn sá sig knúinn til þess að setja upp þessa límmiða.
Um 4 leytið stoppuðum við svo tukktukk til þess að fara með okkur í jakkafatabúðina í mátun, vopnuð korti af Bangkok með hring utan um nokkrar götur sem stóð Factory hjá vorum við svo föst í tukktukk í 35 gráðu hita í rush hour í Bangkok að leita að jakkafataverslun sem við mundum hvorugt hvernig liti út og ég var alveg hand viss um að þegar við loksins kæmum á staðin væri enginn búð þar lengur og þeir sem seldu okkur fötin væru einhver staðar enn þá skellihlæjandi af hálfvitunum sem þeir náðu að plata en eftir að tukktuk bílstjórinn hafði spurt sirka allir sem á vegi hans urðu um þessa tilteknu búð fundum við loksins rétta staðin þar sem að tekið var á móti okkur eins og kóngum og viðskiptin innsigluð með 1000 bahta tipsi.
Eftir Bangkok ákváðum við svo eftir aðeins vangaveltur að fara til Kanchanaburi, sem er bær sem er hvað þekktastur fyrir brúnna yfir ánna Kwai.
Ég bókaði gistingu rétt fyrir utan bæinn á gistiheimilinu Ban sabai sabai hen það reyndist vera ein besta ákvörðunin í ferðinni hingað til.
Gistiheimilið er í eigu Stuarts en hann er fæddur í Kanada en er ættaður frá Honduras. Stuart kom og náði í okkur til Kanchanaburi á heimasmíðaða tukktukkinum sínum en ég sá strax á honum að þetta yrði maður semmér myndi líka vel við.
Ban sabai sabai er gistiheimili í litlu nokkur hundruð manna þorpi og þar eyddum við 3 dásamlegum dögum í að hjóla um þorpið og heilsa upp á heimamenn, synda í Kwai ánni, borða á uppáhalds veitingastaðnum okkar við ánna, fórum í Tiger temple, skoðuðum Erawan fossana og á kvöldin kom kona úr þorpinu og eldaði besta tælenska mat sem við höfum smakkað og svo á sunnudagskvöldinu grillaði Stuart einn besta mat sem við höfum smakkað.
Þorpsbúar í Nang bua voru hreint út sagt yndislegir og sýndu okkur flestir mikin áhuga og einn daginn þegar ég var að synda í ánni komu 6-7 unglingsstelpur sem vildu allar fá einstaklingsmynd af sér með mér og svo sögðu þær bara bjútífol en hérna er hvít húð talin mjög falleg og mikið velmegunarmerki, og meira að segja brostu og veifuðu hópur af hermönnum í trukk sem keyrðu fram hjá til okkar.
Á kvöldin sátum við svo með Stuart og drukkum bjór og skiptumst á sögum en Stuart er svona týpa sem mér hefur alltaf langað til þess að kynnast.
Hann flúði að heiman þegar hann var 15 ára og hefur síðan þá ferðast útum ALLT, ég spurði hann hvað hann kallaði heima og þá sagði hann hlæjandi, "the world".
Stuart er ekta hippi af gamla skólanum og hefur eins og ég sagði ferðast útum allt, í frítímum sínum smíðar hann svo skartgripi en þó ekki fyrr en hann er búinn að vefja sér stóra jónu. Honum líkar vel við mótorhjólasamtök og hefur smíðað skartgripi og lyklakippur og hannað logo fyrir bæði banditos og hell's angels, einnig hefur hann komist í kast við Yakuza mafíuna í Japan.
Svo má Stuart aldrei aftur fara til Bandaríkjanna og í rauninni ekki svo mkið sem fljúga þangað yfir eftir að hann skipulagði fíkniefnasmygl og sat inn í einhver ár fyrir það
Einu sinni var hann að drekka á bar og sá eitthvert glanstímarit og var að hugsa hvað stelpan framan á væri falleg, fattaði svo 10 min. Seinna að þetta væri dóttir hans en hún hafði orðið ungfrú Honduras og keppti í ungfrú heimur.
Einn daginn var einhver vinur hans að græja eitthvað upp á gistiheimili og við fórum svo seinna að spurja Stuart út í hann, kemur í ljós að hann var bróðir söngvarans í AC/DC en hann erfði allt eftir bróðir sinn og eyðir nú dögunum í villunni sinni, syndir í ánni og drekkur Mekong viský!
Ég gæti sagt okkur svona tuttugu sögurr í viðbòt af Stuart og hvað hann hefur gert og hvert hann hefur farið en ætla að hlífa ykkur við því, ég mæli eindregið með því að gista hjá honum í Nang Bua, svona ef þið eruð í grendinni!
Við erum núna stödd á Kho Tao, þeirri paradísareyjur og Davíð er í þessum töluðu að skoða kort af eyjunni þar sem að stefnan er tekin á að leigja fjòrhjól og rúnta um eyjuna, snorkla, finna afskekkta strönd og hafa það almennt huggulegt.
Ég er búin að vera 3 daga að smám saman skrifa þetta blogg og útiloka ekki að það sé oft frekar slitið úr samengi og frekar ruglingslegt einnig er ég að pikka þetta inn í ipadinn og útiloka því ekki innsláttavillur en þið vonandi hafið gaman af því að lesa.
P.s get ekki sett in myndir, þessi sem ég notaði er einhverí eigu kilroy þar sem að það er skylda að hafa mynd!
Skrifa seinna um Kho Tao og Sanghklaburi
- comments