

Mueang Kanchanaburi, Thailand
Eftir 11 daga í Tælandi er aldeilis kominn tími á að skrifa aðeins um hvað á daga okkar hefur drifið, en bloggleysi skrifast einungis á leti já og í rauninni tímaskort þar sem að við tímum hreinlega ekki að hanga á netinu þó að við hendum reglulega inn myndum á facebook, en síður en svo skort á efnivið.
Ferðin hófst á þriggja daga dvöl í Bangkok, en Bangkok er stórmerkilegur suðupottur af öllu sem fyrirfinnst í heiminum, m...