Profile
Blog
Photos
Videos
Við Davíð erum á leiðinni í ferðalag og ég ætla að reyna að skrifa eitthvað af viti hérna inn annars lagið til þess að leyfa vinum, vandamönnum, forvitnum og ferðaþyrstum að fylgjast með.
Við lendum í hádeginu á mánudaginn í Kaupmannahöfn og eigum svo flug til Bangkok daginn eftir, með Emirates en hin ofur flughrædda ég hef mikla trú á því flugfélagi og tel um 60% líkur á að við ættum að lifa þetta af.
Við eigum pantaðar 3 nætur á hosteli í Bangkok, og þaðan ætlum við svo bara að spila þetta eftir eyranu.
Það er sennilega u.þ.b mánuður síðan að við pöntuðum flugið og á þeim tíma höfum við ekki gert neitt til þess að undirbúa ferðina, nema reyndar bólusetja okkur og ég býst við að fá stresskast mjög fljótlega yfir öllu sem við eigum eftir að gera áður en við förum suður á sunnudaginn, en svo minni ég sjálfa mig á að ef ég hendi vegabréfinu og veskinu í bakpokann og kippi Davíð með þá er sennilega hægt að kaupa ALLT og rúmlega það í Bangkok.
Ætlaði bara að vekja athygli á þessu bloggi, heyrumst næst frá Asíu!
- comments
Erling Djöfull verður þetta gaman hjá ykkur..! Til að auka stressið þá set ég þetta niður í 40%! Góða verð vinir!;)
Helga Þetta líkar mér! Ég ætla að vera stalker a þessari síðu :) ps. Þið verðið að senda mér eitt postkort :) pps. Og kaupa sæta uglu styttu handa mér og gefa mér þegar þið komið heim ;)