Profile
Blog
Photos
Videos
30.des
Sváfum ut og tókum þvi rólega a hótelinu þangað til lítill 10 manna sendi bill kom og sótti okkur og svo marga aðra a leiðinni, endaði þannig að við vorum 11 i þessum litla sendibil alla leið að landamærunum (3 klst akstur). Áður en við fórum ur rútunni skiptum við ut rutu miðunum okkar fyrir næstu rutumiða sem voru lítill rauður limmiði limdur a bolinn okkar. Röltum yfir landamærin og þegar við komum hinumegin var folk sem sagði við okkur "red sticker bus longer" svo við gengum afram þangað til við hittum guidinn sem ætlaði að fylgja okkur til Bangkok.
Aftur sátum við i litlum sendibil sem var akkurat fullur og ágæt sæti.
Þegar við komum til Bangkok stoppaði rútan oft a leiðinni og við fórum ut a Khaosan road og þaðan röltum við a hótelið okkar sem við vorum buin að lesa hrikaleg ummæli og bjuggumst ekki við góðu. Miðað við allt sem við vorum búi að lesa um rotturnar og kakkalakka vorum við bara nokkuð satt þegar það voru ekki einu sinni maurar (sjáanlegir).
Fljót að henda af okkur töskunum og drífa okkur ut að rölta.
31. Des
Röltum að Wat Po þar sem við hittum a tuk tuk bílstjóra sem sagði að það væri lokað þegar við sögðumst ætla i kinabæinn sagði hann að það væri lika lokað, bauð okkur i staðinn klukkutíma ferð fyrir 10 baht = 50kr að Skoða floating market og fleira. Þétta þótti okkur of grunsamlegt og röltum frekar aftur a khaosan road og verslunum sma og borðuðum sporðdreka, ekki svo vont a bragðið en bara mjög skrítið. Röltum að chinatown þar sem allt var að loka og litið að sja. Fórum uppa hotel og gerðum okkur klár fyrir kvöldið þar sem við fórum svo ut og fengum okkur kebab og grillaða maísstöngla i kvöldmatinn. Drukkum randyra bjora a Khaosan og röltum að almennings garðinum þar sem atti vist að vera svaka áramóta party, þegar við komum að sviðinu þar voru bara fullt af munkum að biðja uppa sviði. Ákváðum að eyða frekar tímanum a khaosan þar sem þar var Meira stuð. Röltum útaf khaosan til að reyna finna aðeins ódýrara áfengi. Keyptum okkur fötu af Mojito a 250 baht =1000kr mjög góð á bragðið en eftir að hafa drukkið heila fötu og fundið ekkert a okkur sáum við að við hefðum verið plötuð. Afengisflaskan sem hann var með og setti 7 staup af i fötuna hafði örugglega bara verið full af vatni.
Há tónlist, fullt af fólki, niðurtalning, ýlur/smáflugeldar, bjór rigning, hresst fólk, fullt fólk og alltof mikill troðningur var upplifunin okkar af áramótunum. Ekki leiðinlegt en erfitt að keppa við áramót með fjölskyldunni og öllum hefðunum.
Dauð þreytt uppá hotel, í sturtu til að þvo af okkur allan skítinn og ná góðum svefni þar sem næturrúta til Koh phangan skilar líklega ekki miklum svefni.
1. Janúar 2014
Vöknuðum eftir góðan svefn tilbúin i daginn.
Morgunmatur, tjekkát, skila bakpokunum á rútu stöðina og röltum að Wat Po. Þar var allt troðið af tælendingum að fara biðja og við ákváðum að sleppa þvi að borga okkur inn i troðninginn og kíktum frekar bara i gegnum gluggann og létum það duga.
Þar sem fæturnir a okkur voru alveg dauður ákváðum við að skella okkur i 30min fotanudd á heilar 900kr saman.
Endurnærð gengum við ut og beint a Starbucks i frappó.
Rölt um göturnar, borða núðlur og brátt á leið í rútu 18:00-11:30 rosa löng rúta en a morgun verðum við komin a ströndina, þá verður gaman.
Yrsa&Arnar
- comments