Profile
Blog
Photos
Videos
26.nov
Vöknuðum 7 til að vera tilbúin fyrir að fara a sandbretti i eyðimörkinni, bílstjórinn sem kom og sótti okkur var mjög hress gæi sem sagði okkur fra öllu sem við vildum heyra en stundum var mjög erfitt að skilja hann.
Keyrðum i 50 mínútur bænum og inni eyðimörkina , þarstoppuðum við til a taka loft ur dekkjunum áður en við byrjuðum að keyra um i sandöldunum , stoppuðum uppá einni þeirra vippuðum breytingum utur bilnum og byrjuðum að renna okkur, þegar við höfðum fengið nóg keyrðum við aftur af stað og nú af meiri krafti og spennu. Þegar við spurðum svo hvort hann festist aldrei svaraði hann : "it's a land cruiser, what more do you need to know!"
Eftir jeppa torfæruleikinn fengum við að klappa fálka og kyssa kameldýr, kameldýrið vildi frekar fa að mæta i okkur en aðláta klappa ser svo við ákváðum að rölta aftur að bílnum.
PANIKK ! Bílstjórinn var horfinn og bílinn með honum!
Eftir nokkrar alltof langar mínútur,miklar pælingar hvernig við ætluðum að komast i bæinn og hvert hann hefði eiginlega horfið sáum við bílinn birtast fyrir hornið a næstu byggingu, hann hafði bara verið að fylla a loftið i dekkjunum , Sjúkkett!
Keyrðum aftur i bæinn þar sem hann skutlaði okkur í Burj Khalifa, þaðan tókum við metro a Dubai Marina , röltum meðfram höfninni skoðuðum snekkjurnar og nutum þess að vera til.
27. Nov
Sváfum ut, eftir frekar svefnvana nott þar sem fyrir utan hótelið okkar var verið að reisa þetta riiiiisa gjald með viðeigandi látum þar sem þeir nota heila viku i að fanga þjóðhátíðardeginum sínum .
Röltum um bæinn, sáum mis rík hverfi, fórum a hokkíleik i mollinu, horfnum a gosbrunninn fyrir utan ( sem dansaði i takt við tónlistina sem glumdi i hatalarakerfinu með viðeigandi ljosasyningu) og sáum storglæsilega flugeldasýningu sem var skotið frá Burj Khalifa (hæsta turni í heimi)
Metro til baka a hótelið þar sem við náðum i töskurnar okkar i geymslu og tókum leigubíl a flugvöllinn og i þetta skiptið borguðum við bara 32 dirhams miðað við þegar við tókum fra. Flugvellinum en þa voru við i sannkölluðum VIP tax þar sem hann opnaði fyrir okkur hurðir , bar farangurinn og keyrði a 140 km/klst, en við borguðum lika fyrir þann lúxus 75 dirhams.
Nú sitjum við a flugvellinum og biðum, annað hvert lag sem er spilað i kerfinu er þjóð söngurinn þeirra og kunnum við hann braðum betur en þann íslenska ;)
I stuttu máli fannst okkur Dubai æðisleg borg, hrein, yndislegt fólk, háar byggingar og þægilegar samgöngur.
Yrsa&Arnar
- comments
Hróar Gott að heyra að þið skemmtið ykkur. Áhyggjustigið fer niður um einn þegar þið eruð komin til Tælands. :-)