Cuenca, Ecuador
24. apríl
Röltum um bæinn í Quito og keyptum okkur sitthvora leðurtöskuna. Pizza og bjór i kvöldmat og pakkað niður.
25. apríl
Morgunmatur, tjekkát og bakpokarnir settir í geymslu. James og Amy komu og hittu okkur á hótelinu og sýndu okkur hvar pósthúsið væri til að senda snorklið okkar heim. Þar sem James er frá Ekvador og á fjölskyldu í Quito vorum við með local guide um borgina. Fórum í hop on hop off rútu þar sem við skoð...