Profile
Blog
Photos
Videos
20. April
Morgunmatur tjekkát og shuttle á rútustöðina kl 9. Hálftíma ferð a rútustöðina þar sem við keyptum okkur miða til Cuenca 25. Apríl. Rútan til Tena var ekkir alltof þæginleg en dugði alveg fyrir 5 klst.
I Tena tók Delfín a móti okkur og skellti bakpokinum okkar a pikkupp bílinn meðan við hlupum og keytum super glue til að líma skóna hans Arnars. 35 mín akstur til Pimpilala þar sem við gistum í skóginum, opnir trjákofar og moskítónet. Ekkert rafmagn nema í eldhúsinu og bara kalt vatn.
Eftir að hafa hent af okkur dotinu fórum við í smá göngutúr, sáum risa maura, plöntu sem hægt var að nota sem stimpil, termita, pöddur, könguloavefi og allskonar tré. Útsýni yfir ána Napo og nokkrar myndir með náttúrulega eyrnalokka og hring.
Gengum áfram í skóginum að læk þar sem við fórum í náttúruspa .ar sem allir fengu leðju framaní sig og svo var fipeildi sem lenti á hausnum á nokkrum, þar a meðal Arnari.
Gengum til baka, fengum hatt úr laufblaði og þvoðu okkur svo i framan í ánni.
Grænmetissúpa og fiskur í kvöldmatinn með ljúffengu kanilte og nýjum bjór.
Allir saddir að sofa þreyttir eftir daginn.
21. apríl
Djúpsteiktar pönnukökur með banana og melónu i morgunmat og svo farið í göngu upp með ánni í skóginum. Áður en við lögðum af stað í gönguna málaði Delfín okkur með merkjum skógarins í framan, ég fékk konu vatnsins, og Arnar fékk ratvísa manninn.
Allir í gúmmístígvélum og tilbúnir að blotna. Fyrsta stoppið var við 35m háan foss þar sem hægt var að fara undir og hreinsa sálina. Ef maður var orðinn nógu hreinn gat sálin komist í samband við andann og hann borið hana hvert sem maður vildi fara, hærra stig í heiminum. Áfram gengum við, í ánni, klifra upp kletta og skvetta á hvert annað. Eftir að hafa baðað okkur og tekið hópmynd tók við alvöru skógarganga upp bratta hlíðina yfir tré og undir rætur í sleipri drullunni. Á leiðinni niður sveifluðum við okkur eins og tarzan í einni greininni á risa stóru trénu. Þegar allir voru komnir tiltölulega heilir niður var ekki nema stutt í hádegismat, kjúklingur, hrísgrjón og grænmetissúpa.
Eftir hádegismat voru rólegheit og svo göngutúr að læra um plönturnar sem þeir nota her í skóginum, náttúrluleg moskítófæla, kaniltré, gúmmítré, pálmatré mismunandi tegundir af gildrum og hvernig þeir leita að gulli í læknum, Arnar fékk að prófa og fann smá brot af gulli og hugsar nú ekki um annað en að fá að fara leita aftur til að finna meira.
Fengum að grilla okkur orma í forrétt. Feitar pöddur sem kremja þurfti á þeim hausinn til að drepa þær og svo þræða þá uppá grillspjót og grilla. Grilluðum líka villtar kakó baunir sem eru hvitar. Þetta borðuðum við með smá grettum og þegar það varð afgangur gáfum við syni leiðsögumannsins orm sem hann tróð uppí sig með bestu list, alltof sáttur með gjöfina frá okkur.
Hjálpuðum til við að elda kvöldmatinn og borðuðum kjöt, mandioca, grænmeti og sterka sósu með. Ljúffengur matur og svo spilað fram á kvöld.
22. apríl
Stórfurðulegur matur í morgunmat, maiskúskús með ferskum osti (þurrt og frekar bragðlaust) og hrærðum eggjum.
45 mín taxi og svo 30 mín longtail bátur að animas rescue center. Fullt af dýrum sem hafði verið bjargað fra mismunandi aðstæðum, gæludýr, sýningardýr á hóteli, dýr sem var verið að reyna flytja úr landi og aðrar svipaðar sögur.
Sum dýrin er verið að búa undir að hleypa úti náttúruna aftur en önnur geta aldrei farið neitt aftur þar sem búið var að klippa vængina af sumum fuglunum, blettatígrar sem kunna ekki að veiða sér til matar, aðra sem kunna ekki að klifra eða verja sig.
Eftir að hafa gengið þarna í gegn tókum við bát og leigubíl í bæ sem heitir MiKajajshhshs hittum þar fullt af öpum sem Arnar gat leikið ser við endalaust, tókum myndir og horfðum á þá stökkva á fólk og borða kex frá fólki.
Þegar við vorum komin til baka í skóginn leituðum við að smá gulli og fundum agnarögn í viðbót.
Bjuggum til súkkulaði fondu sem við borðuðum með banana.
Í kvöldmatinn fengum við spaghetti með kjuklingi.
Sýndum vidjoið okkar úr ferðinni okkar og skemmtum okkur um kvöldið.
23. apríl
Ommuletta, mandioca og steiktir bananar í morgunmat og svo rölt af stað útí skóla. Þar fengum við að kynnast því hvernig þau læra, 10 börn á aldrinum 7-16 í sama bekk, einn kennari og kennt á tvem tungumálum quichua og spænsku.
Eftir að hafa kynnt okkur og lært að segja ég heiti ( ñuka sika ha... Sirka svona man ekki alveg) á quichua spiluðum við smá fótbolta, eltingaleik og kvöddum.
Bíll að laguna þar sem við böðuðum okkur i köldu vatninu og pössuðum okkur að fara ekki lengra en spotti sem var þarna, eftir á fengum við að vita að ástæðan fyrir því við mættum ekki fara lengra væri afþví þá værum við komin inná svæði þar sem anacondurnar leita sér að mat. Í hádegismat fengum við aspassúpu og kjöt með hrísgrjónum, kartöflumús og ají.
Eftir hádegismat fórum við tvö með Wilson að leita að gulli, fundum nokkur brot en ekki rosa mikið.
Lærðum að skjóta úr blow gun og bjuggum svo til armbönd með appelsínugulum og svörtum fræjum sem eru 'por buena suerte'.
Í kvöldmat fengum við snigil í forrétt, hrísgrjón með grænmeti og pínu kjúklingi, og svo týpa af stjörnuávexti í eftirrétt.
Eftir kvöldmatinn braut Arnar glas meðan hann var að vaska upp svo hann fékk frekar djúpan skurð á vísi fingur.
Eftir kvöldmatinn fengum við að læra um hvernig þau skemmtu ssér og héldu veislur og svo var sett á svið brúðkaupið okkar. Við klædd upp og dönsuðum svo fram og til baka og skiptumst á höttum og kysstumst í lokin til að sýna hvernig brúðkaup væru hjá þeim. Allt eins og hefðbundið brúðkaup í Quichua þjóðflokknum. Þar var það þannig að brúðhjónin hittust í fyrsta skipti í brúðkaupinu þar sem foreldrarnir völdu hverjir giftust. Hjá þeim var venjulegt að giftast 15 ára en nú geta allir valið hverjum þeir giftast og það gerist ekki svo snemma 20-25.
Pakkað niður og farið að sofa.
24. Apríl
Steikt yuca í morgunmat ( ekki rosa gott, nema drekkt í tómatsósu) og sm vatnsmelónusneið.
Kveðjustund og hópmyndataka og svo hlaupið útí bíl í rigningunni.
Keyptum okkur 5 banana í nesti á 0,5 dollara og útí rútu
Yrsa og Arnar
- comments
HÞ Þetta hljómar allt mjög spennandi nema pöddurnar og ormarnir í matinn :) En hvað þýðir þetta ? "Útsýni yfir ána Napo og nokkrar myndir með náttúrulega eyrnalokka og hring"???Myndir með eyrnalokka?