Profile
Blog
Photos
Videos
Tann 10. mai hofst bakpokaferdalag okkar Laru fyrir alvoru. Sidustu manudi hofum vid alltaf verid i skipulogdu programmi sem er gott og blessad en vid vorum ordnar heldur spenntar ad ferdast a okkar eigin vegum, adallega ad geta radid hvad vid bordudum en eg held ad vid seum bunar med kartoflu- og hrisgrjonaskammt lifsins! Sidustu dagarnir i Venezuela voru frabaerir. Vid forum i vatnsrennibrautagard, horfdum a fullt af biomyndum en eg hef ekki sed meira en 5 minutur af sjonvarpi sidan 8. januar. Kvedjustundin var erfidari en eg bjost vid tvi tessi hopur var svo miklu betri en eg hefdi nokkurn tima getad vonad! Vid erum nu tegar byrjud ad skipuleggja reunion :)
Sidasta deginum eyddum vid Lara a strondinni okkar elskulegu. Kannski adeins of morgum klukkutimum tvi eg sver ad vid fengum einhvern vott af solsting. Daginn eftir turftum vid nefnilega ad fljuga til Caracas. Eg rotadist a golfinu a flugvellinum fyrir framan alla og svo svafum vid allan daginn i Caracas, i 16 tima samfleytt og vorum halfrugladar! Flugferdin var lika heldur skrautleg, Venezuelan style. Vid komum inn i velina og komumst ad tvi ad aftasta saetid var nr. 34 en okkar saeti var nr. 35... Flugfreyjan plantadi okkur bara einhvers stadar en tegar vid vorum ad lenda gaf flugmadurinn i og haegdi a ser til skiptis og halladi velinni i naestum halfhring. Solstingurinn kom ad godum notum tarna tvi eg fann varla fyrir flughraedslu!
Vid lentum svo i La Paz og eg fann strax fyrir haedinni en La Paz er haesta hofudborg heims, um 3600 m fyrir ofan sjavarmal. Eg vard svo mod af ad ganga 10 skref og fann tyngsli fyrir brjostinu. Leigubillinn sem hostelid atti ad senda kom ekki svo vid hoppudum upp i naesta (vel merkta) leigubil sem vid saum. Eftir a var okkur sagt ad La Paz er fraeg fyrir leigubilstjorana sem keyra folk einhvert i burtu og raena folk. Teir eru misgodir, sumir skila folki a rettan stad eftir ad hafa raent tad. Vid gistum a Hostel Loki sem er vinsaelt hja ungum bakpokaferdalongum og var rosa fint. Herbergid okkar var a annarri haed og eg hef ALDREI verid eins mod a aevinni. Leid eins og eg hefdi verid ad klara marathonhlaup! Fyrstu nottina atti eg erfitt med svefn vegna tess ad eg turfti ad einbeita mer ad tvi ad anda. Fannst eins og eg myndi haetta ad anda ef eg gleymdi ad hugsa um tad. Lara fann adeins fyrir haedaveiki en ekki alveg jafnmikid en hun eyddi fyrstu tveimur dogunum i ad spoka sig um La Paz a medan eg la inni a hostelherbergi. Vid fundum frabaeran veitingastad/kaffihus og forum ekki annad eftir tad.
Tad skemmtilegasta vid dvol okkar i La Paz var The Death Road. Vid fundum einhverja ferdaskrifstofu. Tveir israelskir drengir hjoludu med okkur nidur tessa 63 km. Vegurinn kallast The Death Road tvi hann er talinn einn sa haettulegasti i heimi. Adur fyrr var tetta adalvegurinn og ta dou um 150 manns arlega, vegna tess ad teir keyrdu eda hjoludu ut af. Vid skemmtum okkur to konunglega....... Tangad til vid attum ad keyra til baka. Klukkan var ordin svo mikid svo bilstjorinn vildi keyra upp The Death Road aftur en yfirleitt keyra teir upp lengri og oruggari veginn a leidinni til baka. Bilstjorinn virtist eitthvad skritinn og bad okkur um ad kenna ser hin undarlegustu ord a ensku. A leidinni til baka tuggdi hann cocalauf eins og enginn vaeri morgundagurinn, drakk Fanta, reykti og badadi ut hondum. Eg var rennandi sveitt i lofunum alla leidina, i 2 klukkustundir!
A hostelinu i La Paz hangir listi yfir nofn allra gesta sem eru a milli 80-100. Vid saum nofnin a tremur islenskum stelpum og ad sjalfsogdu bonkudum vid uppa, eins og sonnum Islendingum saemir! Innan 3ja minutna vorum vid bunar ad finna svona 10 manns sem vid tekkjum sameiginlega. Svo fyndid, hinu folkinu sem vid hofum hitt gaeti ekki verid meira sama tegar teir hitta einhvern fra sama landi!
Eftir godan tima i La Paz tokum vid naeturrutu a saltsletturnar Salar de Uyuni. Vid keyptum triggja daga ferd og gistum fyrstu nottina a salthoteli, madur vard ad vera i skom tvi golfid var bara salt. Seinna kvoldid gistum vid hja fjolskyldu. Strakurinn tar spiladi nokkur log fyrir okkur a flautu og song med. Eftir a spjalladi hann vid okkur og spurdi eina konu i hopnum hversu oft madurinn hennar leti hana fa pening. Hann skildi ekki alveg ad hun aetti sinn eigin pening. A saltslettunum saum vid magnad landslag, saltsletturnar sjalfar, eldfjoll, ymis lon og flamingofugla. Tad er leidinlegt ad segja tad en eg verd ad vidurkenna ad eg kunni ekki alveg jafn mikid ad meta ad sja heita hveri og eldfjoll. Madur er godu vanur a Islandi. Vid saum reyndar snjo i fyrsta skipti sidan i januar! Vid bodudum okkur i heitri laug og vid Lara veltum okkur upp ur snjonum. Ollum fannst vid rosa hardar vikingadaetur og vid sogdum teim fra sjosundsklubbnum okkar to vid yktum aaaadeins.
Vid bokudum ferd ut a Lake Titicaca. Tar heimsottum vid fljotandi eyjar en folkid tarf ad bua til nyja eyju a 25 ara fresti. Husin voru rosa flott og mjog skritid og gaman ad ganga a tessum eyjum tvi madur sokk svolitid ofan i taer. Vid sigldum svo a eyju sem kallast Amanti og gistum heima hja fjolskyldu. Um kvoldid vorum vid dressadar upp i Perusk fot og forum a dansleik en tar hittum vid aftur islensku strakana, tvilik tilviljun :)
Mer finnst Bolivia og Peru rosalega olik lond og tok eg strax eftir tvi um leid og vid forum yfir landamaerin! Folkid i Boliviu er mikid tunglyndislegra og hardneskjulegra. Tad er ekki jafnkurteist eda brosmilt. Her i Peru idar allt af lifi og mikid meira af turistum.
Skemmtilegt ad segja fra tvi ad samband okkar Laru gengur ennta mjog vel eftir allan tennan tima og eg er ekki fra tvi ad vid munum halda vinskapnum afram tegar vid komum til Islands. Held ad tad sem bjargi okkur se ad a ogurstondum eigum vid audvelt med ad breyta treytu og pirringi i hlaturskast og latum tvi eins og fifl i hinum undarlegustu adstaedum!
Nu erum vid komnar til Cusco og for eg og sotti bref og kort med ollum bestu stodunum sem elsku Steinunn skildi eftir a ferdaskrifstofu tegar hun var herna i januar!! Hlakka ekkert sma til ad profa tessa stadi. Eftir 5 minutur forum vid svo i naeturrutu nidur i Amazon skoginn!
- comments
Skorri Yndisleg lesning Agga mín. Njótið lífsins og verið frjálsar, ekki láta þvagslys slá ykkur út af laginu og haldið áfram að vera sveppaðar!