Profile
Blog
Photos
Videos
26. Des - Annar i jólum
Eftir gott tjill a sundlaugarbakkanum og rölt a ströndinni kom tuk tuk að sækja okkur til að taka rutu til Phnom Penh, i tuk tuknum var einn maður með rosa flotta myndavel, við spjöllum við hann og komumst að þvi að hann er sá sem ser um ljósmyndunarnámskeiðið sem við vorum buin að vera skoða. Eftir að hafa spjallað við hann vorum við sannfærð um að þetta gæti orðið skemmtilegt og bókuðum á staðnum.
Rútan til Pnomh Penh gekk mun betur en su sem við tókum frá Pnomh Penh ekki jafn mörg stopp og alltí lagi sæti. Sjónvarp og wifi sem virkaði ekki.
Tuk tuk uppa hotel "hang neak hotel" ekki flottu hverfi og frekar subbulegt, engin ensku kunnáttu hja starfsfólki en við komumst uppa herbergi og Sváfum ágætlega
27. Desember
Morgunmatur a hótelinu, og svo röltum við a S-21 sem var fangelsi fra 1975 þar sem mikið (20.000) af föngum voru haldnir og pyntaðir. Alltaf erfitt að heimsækja svona staði og andrúmsloftið svo þungt. Gott að komast ut aftur og dreifa huganum.
Röltum framhjá olympic stadium og i verslunarmiðstöðina þar sem við borðuðum hádegismat og fórum a Hobbitann i bíó, ískalt í salnum og gott að komast ut aftur, keyptum okkur kvöldmat i super markaðinum. Röltum uppa hotel dauð þreytt og satt með að geta lagst niður og slappað af. Eftir fyrsta daginn her erum við ekki heilluð af borginni og alveg tilbúin að fara annað.
Á morgun förum við a ljósmyndunarnámskeið hja Michael og tökum rutu til Siem reap um kvöldið. Angkor Wat 29. Des og svo Bangkok 30 des, áramót þar og svo erum við alltof spennt fyrir suður tælandi, strönd og afslöppun i viku áður en við förum a köfunarnamskeið.
Yrsa&Arnar
- comments