Profile
Blog
Photos
Videos
Umhverfis hnöttinn á 99 dögum!
Jæja, þá er ævintýrið hafið! Við komumst heil á húfi til Danmerkur, tókum lest niður í miðbæinn (tókum rétta lest í fyrstu tilraun!) og löbbuðum svo á hótelið okkar. Þar var okkur úthlutað herbergi á 3. hæð í lyftulausu húsinu og fáum að deila klósettum (það er ljóslaust á 2 af 3 klósettunum) og 2 sturtum, það er meira að segja hægt að læsa hurðinni á öðrum sturtuklefanum!!
Eftir að hafa hangið inná hótelherbergi í nánast allan dag ákváðum við að lifa svolítið á brúninni og labba yfir á Strikið og fá okkur líklegast síðustu skyndibitamáltíðina næstu mánuðina, KFC!
Á mánudaginn verðum við svo komin til S-Afríku í sól og sumaryl!
Núna er það bara náttföt, súkkulaði og DR1 :)
- comments
Mamma Dúllurnar mínar, hafið ógó gaman. Sakna ykkar strax, búin að skúra út úr herberginu ykkar og Arnar búinn að hertaka fartölvuna :)
Rúna Pé. Góða skemmtun í Kóngsins Köbenhvan!!!!
Erna ég varð glöð í hjartanu þegar ég sá að fyrsta bloggið var komið! gott að vita af ykkur í greinilega góðu yfirlæti í DK :D knús á ykkur!
Mamma (Hauks) Hæ elskurnar, búin að vera að hugsa til ykkar í allan dag. Set þessa síðu sem upphafssíðu á tölvunni minni þegar ég kem heim. Gangi ykkur allt í haginn elskurnar. Knús á ykkur Mamma (þbn,)
Tanja Skemmtilegt að aðstaðan sé strax orðin svona frábær á hótelherbergjunum hjá ykkur í Danmörku, hlakka til að heyra hvernig hún verður í meira framandi hlutum heimsins!
Sigurbjörg Frábær þessi Hótel í DK.... þið hefðuð nú átt að láta Írisi frænku vita af ykkur þarna, hún hefði nú boðið ykkur í mat og meðððííí :) Gangi ykur vel og hlakka til að lesa næstu færslur!!!
arnar mig langar bara til þess að skrifa hérna. gangi ykkur vel.