hæ elsku besta christa mín! þetta lítur út fyrir að vera major gaman.. og eins og hinir segja ... varaðu þig á þessu öllu saman, en hafðu samt gaman;) vóó rímar.. !! heheh..
knús og kossar frá jojo :*
Afi Og Amma
kær kveðja frá ömmu og afa
við erum hjá maríu í 17 ára afmælinu hennar
passaðu þig á sólinni og notaðu mikinn áburð
kveðja amma og afi
Kata Og Jón Gunnar
Já gott að heyra frá þér! Hnetur!!?? Damn. Við vorum að koma úr útilegu og fengum loksins sól í dag! Ég brann líka :) Systur kunna þetta greinilega með vörnina haha. Erum núna límd við skerminn að horfa á fótboltann..aðalega Jón Gunnar ég er að bæta á brunann á svölunum góðu. Heyri í þér fljótlega mín kæra.
Mamma
hæ skvísa
það er greinilega mikið um að vera og voða spennandi. Hlakka til að fá myndir frá þér en það er fínt að skoða myndirnar frá Gemma Jean þá sér maður betur hvað þið eruð að gera.
passaðu þig á hnetunum og strákunum hehe allavegana hnetunum.
við höfum það fínt en veðrið er ekki spennandi. Pabbi þinn fór í mótorhjóla ferð með Yamaha hjóla hóp á Borgarnes.
heyri vonandi fljótt frá þér aftur. Mundu að fara varlega
kveðja og kossar mamma
Ragga & Co.
Hæ hæ !!!
Gaman að geta fylgst með þér í ævintýrinu !!!!
Allir dauðöfunda þig sýnist mér enda ekki skrítið :) bara frábært hjá þér að láta drauminn verða að veruleika - flestir hefðu látið sér nægja að dreyma....
Hafðu það rosalega gott, skemmtu þér vel og farðu varlega !
Bestu kveðjur
Ragga & co.
Jón Gunnar
Ojj ég öfunda þig ekki neitt. Ekki langar mig til Amazon og þetta ferðalag hljómar ekki neitt ótrúlega spennandi.
Djók, þetta hljómar eins og algjör draumur! Vildi bara að við Katz værum þarna með þér. Haltu áfram að skemmta þér vel en farðu varlega.
Hlakka til að sjá myndir þegar þú skutlar þeim inn.
Kata
Þú ert bara alveg kreisíí að þora að stökkva svona og úff ég fæ í hnén bara. Ég sendi þér meil og hvet hér með alla til að senda þér pósta. Ég var búin að gleyma hvað það var gaman að eiga póst í hólfinu sínu svona á ferðalagi. Þetta er bara greinilega bilað skemmtilegt hjá þér og það eru allir alltaf að spyrja um ferðina þína. Ætli þetta verði ekki vinsælasta ferðin næsta sumar bara?! Sjáumst kata
Agnes
Hæ elsku Christa mín
gaman að lesa síðuna þína og gott að heyra að þú ert ánægð með hópinn. Ég var nú kannski ekki eins ánægð að heyra með vatnspípuna og strippara stráka haha en ég veit að þú ferð varlega og passar þig. Hlakka til að heyra frá ævintýrunum úr skóginum. Ég var að koma frá kaupmannahöfn í gær þar gekk allt vel. Ég fór á veitingastað þar og þá var lagið okkar spilað og þá hugsaði ég til þín en ég er nú svo sem alltaf að hugsa til þín.
kær kveðja og þúsund kossar frá mömmu og pabba
Kata
hæ, kemstu svona sjaldan á netið? Maður bíður spenntur eftir næstu færslu. Þú þarft líka ekki að skrifa mikið í hvert skipti bara nokkrar línur ef þú hefur lítinn tíma. Annars er 1.helgin í júlí og það rignir eins og einhver fái borgað fyrir það. Það er semsagt ennþá "sumar" á Íslandi. Hlakka til að heyra frá þér!
Erna Vala
Hæ Christa ég er búin að sakna þín geggjað mikið og hlakka rosalega mikið til að þú komir aftur!!
Tóta
Hæ Christa gaman að lesa það sem þú hefur skrifað, góða skemmtun í ferðinni.
Kveðja Tóta frænka.